Trú og vantrú

Hverjum á að trúa í þessu gerspillta þjóðfélagi sem er að koma undan mykjuhaugnum?

Á ég að trúa því sem verkaliðs forustan mín segir? ég er í VR.
Á ég að trúa því sem bankinn minn segir? ég er í Landsbankanum.
Á ég að trúa því sem stjórnvöld segja? ég kaus Sjálfstæðisflokkinn.

Hvað tekur meðal Jón langan tíma að öðlast traust og trú aftur á þjóðfélaginu sem við nú búum í?
Að mínu mati er traust og trú á verkaliðs forustan, bankakerfið og stjórnvöld fjarlægður draumur og mun það traust aldrei vera heilt aftur eftir orrahríð undanfarinna vikna.  
Ég treysti þessum aðilum sem þarna starfa eða störfuðu algerlega fyrir öllu mínu en það verður aldrei meir.
Vantraustið hefur plantað sér í heilabú mitt eins og mosi sem aldrei fer.

Ég ætla hins vega ekki að velta mér upp úr vantrúnni þó hún verði ávalt til staðar heldur horfa fram á við og njóta þess sem er traustsins vert eins og fjölskildan og vinir.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband